Sakar Bolsonaro um þjóðarmorð

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu.
Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu. AFP

„Á þriðjudag létust 3.158 manns í Brasilíu af völdum Covid-19. Þetta er stærsta þjóðarmorðið í sögu landsins,“ sagði Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, í samtali við þýska vikuritið Der Spiegel. Rúmlega 300.000 manns hafa alls látist af völdum Covd-19 í Brasilíu.

Hann gagnrýndi Jair Bolsonaro, núverandi forseta landsins, harðlega og sagði hann hafa logið að brasilísku þjóðinni í faraldrinum.

Bolsonaro gagnrýndi í byrjun mánaðar aðgerðir sem beitt hef­ur verið til þess að hægja á út­breiðslu far­ald­urs­ins og sagði fólki að „hætta að væla“ um Covid-19. 

Skoðanakannanir í Brasilíu benda til þessa að Lula sé líklegastur til að velta Bolsonaro úr sessi í forsetakosningum á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert