Að minnsta kosti 19 drepnir í Mjanmar

Herforingjastjórninni mótmælt.
Herforingjastjórninni mótmælt. AFP

Að minnsta kosti 19 manns voru skotnir til bana af öryggissveitum víðs vegar um Mjanmar í dag, að sögn björgunarstarfsfólks og vitna.

Í dag heldur herforingjastjórnin í landinu upp á dag hersins með tilheyrandi hersýningu í höfuðborginni Naypyidaw.

Sendiráð Evrópusambandsins og Bretlands í landinu hafa fordæmt drápin á „óvopnuðum almennum borgurum“.

„Þessa 76. hátíðardags hersins í Mjanmar verður ávallt minnst sem dags hryllings og óheiðarleika. Drápin á óvopnuðum almennum borgurum, þar á meðal börnum, eru ófyrirgefanleg,“ sagði sendiráð ESB í borginni Yangon á samfélagsmiðlum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert