Fjölda hælisleitenda komið til bjargar

Horft yfir Ermarsundið frá Frakklandi.
Horft yfir Ermarsundið frá Frakklandi. AFP

159 hælisleitendum var bjargað úti fyrir ströndum norðurhluta Frakklands í dag. Í hópnum voru hið minnsta 10 börn og ófrísk kona. 

Hópurinn var á átta bátum og voru fjölmargir sem höfðu ofkælst þegar franska landhelgisgæslan kom honum til bjargar. Eftir björgunina var hópurinn fluttur til ýmist Dunkirk eða Boulogne. 

Þeim hælisleitendum sem reyna að fara um Ermarsundið til Bretlands hefur fjölgað frá árinu 2018, þrátt fyrir ýmsar hættur á borð við mikla umferð flutningaskipa og sterka strauma.

Árið 2020 voru 9.500 tilfelli eða tilraunir til ólöglegs fólksflutnings yfir sundið. Sex létust og þriggja er enn saknað eftir slys það sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert