„Hann bjargaði mér aftur og aftur“

Hunter Biden til hægri.
Hunter Biden til hægri. AFP

Hunter Biden, sonur Joes Bidens Bandaríkjaforseta, hefur opnað sig um baráttu sína við fíknisjúkdóm. Hann segir að fráfall bróður síns fyrir fimm árum hafi leitt hann á „afar dimman, dimman stað“, en faðir hans hafi aldrei gefist upp á honum. 

Í viðtali við BBC segir Hunter að kórónuveirufaraldurinn sé ekki eini heimsfaraldurinn sem samfélagið standi frammi fyrir. Heimurinn standi einnig frammi fyrir faraldri fíknar. Hunter var sjálfur í mikilli neyslu bæði áfengis og kókaíns í kjölfar andláts bróður síns Beaus, sem lést úr krabbameini fyrir fimm árum. Móðir Hunters lést einnig í bílslysi árið 1972 ásamt systur hans, og Hunter segir að sér hafi fundist hann þurfa að fylla upp í tómarúm innra með sér og því leitað í áfengi og eiturlyf.

Hann segir að þrátt fyrir allt hafi faðir hans alltaf staðið með honum. Þegar hann var hvað lengst leiddur af sjúkdómi sínum hafi Joe haldið áfram að hringja á hverjum degi. „Hann bjargaði mér aftur og aftur,“ segir Hunter um föður sinn. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert