Engir sérstakir áhættuþættir hafa fundist

Læknir heldur á lyfjaglasi með bóluefni AstraZeneca.
Læknir heldur á lyfjaglasi með bóluefni AstraZeneca. AFP

Ekki hefur verið sýnt fram á það að neinir sérstakir áhættuþættir, þar á meðal aldur, tengist blóðtappa og bóluefni AstraZeneca við Covid-19. Hugsanlegt er að ónæmisviðbrögð hafi valdið blóðtappa í fólki.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Lyfjastofnunar Evrópu (EMA).

„Ekki hefur tekist að staðfesta sérstaka áhættuþætti eins og aldur, kyn eða sjúkrasögu, þar sem þessi sjaldgæfu tilfelli hafa greinst hjá öllum aldurshópum,“ sagði Emer Cooke, yfirmaður Lyfjastofnunar Evrópu.

„Líkleg útskýring á þessum sjaldgæfu aukaverkunum eru ónæmisviðbrögð við bóluefninu.“

Emer Cooke á fjarfundi.
Emer Cooke á fjarfundi. AFP
mbl.is