Frekari bóluefnafjárfestingar margborga sig

Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. AFP

Opinber útgjöld sem nýtt eru til að hraða bólusetningum við Covid-19 og binda enda á faraldurinn munu skila sér til baka og gott betur vegna áhrifa þess á hagkerfið. Þetta segir í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Bólusetningar munu borga fyrir sig og rúmlega það og verða skínandi dæmi um góða meðferð opinbers fjár,“ segir í skýrslunni.

Þá sé það einnig ríkum löndum í hag að auka fjárveitingar, sem gætu tryggt að flest ríki heims hefðu gott aðgengi að bóluefnum fyrir mitt ár 2022. Þannig yrði hagvöxtur á heimsvísu meiri en ella og samanlagðar skatttekjur þróaðra ríkja fram til ársins 2025 myndu aukast um 1.000 milljarða dala.

Í vorspá sjóðsins sem kom út á dögunum var því spáð að hagvöxtur á heimsvísu yrði 6% á þessu ári, samanborið við 3,3% samdrátt í landsframleiðslu árið áður – mestu niðursveiflu á friðartímum.

Opinber innspýting hefur hraðað bata

Gita Gop­in­ath, aðal­hag­fræðing­ur AGS, seg­ir að skjót viðbrögð ríkja heims­ins, sér í lagi 16.000 milljarða doll­ara inn­spýt­ing op­in­bers fjár um heim all­an, hafi komið í veg fyr­ir mun verri efna­hags­lægð en raun bar vitni. Gop­in­ath seg­ir að ef ríki heims­ins hefðu ekki ráðist í eins viðamikl­ar viðbragðsaðgerðir hefði efna­hags­lægðin verið að minnsta kosti þris­var sinn­um dýpri.

Í hagspám AGS er gert ráð fyr­ir að hag­vöxt­ur í Banda­ríkj­un­um verði um 6,4% á þessu ári, sem er um 1,3% hærra en spáð var í janú­ar síðastliðnum.

Þá er því spáð að hag­vöxt­ur í Kína verði um 8,4% á ár­inu, ögn betra en því sem áður hafði verið spáð.

Einnig eru bjart­ari horf­ur nú en áður meðal evru­ríkja, en þeim ríkj­um er spáð 4,4% hag­vexti á ár­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert