Mehamn-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Noregs

Gunnar Jóhann Gunnarsson.
Gunnar Jóhann Gunnarsson. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Ríkissaksóknari Noregs hefur ákveðið að áfrýja dóminum yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem varð hálfbróður sínum að bana, til Hæstaréttar.

Gunnar var fyrst dæmdur til 13 ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið bróður sínum, Gísla Þór Þór­ar­ins­syni, að bana með haglaskoti að morgni 27. apríl 2019. Sú refsing var hins vegar milduð töluvert af áfrýjunardómstóli og fangelsisvistin lækkuð niður í fimm ár.

Gunn­ar hef­ur alltaf haldið því fram að um slysa­skot hafi veri að ræða og féllust fjór­ir af sjö dómur­um við áfrýj­un­ar­dóm­stól­inn á þá skýr­ingu, það er mann­dráp af gá­leysi. 

Við þetta vill ríkissaksóknari í Noregi ekki una og ætlar að áfrýja dómnum til æðsta dómstóls Noregs og freista þess að sakfella Gunnar Jóhann fyrir manndráp af ásetningi (n. forsettlig drap).

iFinmark

Hálfbræðurnir á kóngakrabba við Mehamn.
Hálfbræðurnir á kóngakrabba við Mehamn. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is