Tengslin líkleg en óstaðfest

Læknir undirbýr skammta með bóluefni AstraZeneca.
Læknir undirbýr skammta með bóluefni AstraZeneca. AFP

Líklegt er að tengsl séu á milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa en þau eru óstaðfest. Þetta segja sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem bæta við að tilfellin þar sem fólk hefur fengið blóðtappa eftir að hafa verið sprautað séu afar fá.

Yfirlýsingin barst eftir að Lyfjastofnun Evrópu sagði að líta megi á blóðtappa sem mjög sjaldgæfar aukaverkanir bóluefnis AstraZeneca og að kostirnir við að fá bóluefnið vegi upp mögulega áhættu. 

Fram kemur í yfirlýsingunni að þörf sé á frekari rannsóknum til að skilja að fullu mögulegt samband á milli bólusetningar og mögulegra áhættuþátta.

mbl.is