Eyddi nóttinni í bílnum

Sendiherra Mjanmar í London neyddist til þess að eyða nóttinni í bifreið sinni fyrir utan sendiráðið eftir að hafa verið læstur úti. 

Kyaw Zwar Minn sendiherra segir að starfsfólki sendiráðsins hafi verið gert að yfirgefa bygginguna í gærkvöldi af sendiráðsritara sem starfar í umboði herforingjastjórnarinnar. Var sendiherranum tjáð að hann væri ekki lengur fulltrúi landsins í Bretlandi. 

Utanríkisráðherra Bretlands, Dominic Raab, hefur fordæmt þessar aðgerðir en Kyaw Zwar Minn hafði farið fram á að leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, yrði látin laus. Henni var vikið frá völdum þegar herinn framdi valdarán 1. febrúar. 

Yfir 500 manns, þar á meðal tugir barna, hafa verið drepnir í mótmælum í Mjanmar (Búrma) síðan þá. 

Kyaw Zwar Minn, sendiherra Mjanmar, sést hér fyrir utan sendiráðið …
Kyaw Zwar Minn, sendiherra Mjanmar, sést hér fyrir utan sendiráðið í London en hann var læstur úti í gærkvöldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert