Filippus prins er látinn

Filippus prins er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebooksíðu konungsfjölskyldunnar.

„Með mikilli sorg í hjarta hefur Englandsdrottning tilkynnt andlát eiginmanns síns, Filippusar prins, hertogans af Edinborg,“ segir í tilkynningunni.

Filippus lést í morgun í Windsor-kastala, 99 ára gamall. Hann var útskrifaður af King Edward VII-sjúkrahúsinu í London um miðjan síðasta mánuð eftir að hafa legið þar inni í 28 daga eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð

Filippus hefði orðið 100 ára 10. júní næstkomandi. 

Frekari tilkynningar frá konungsfjölskyldunni munu berast síðar. „Konungsfjölskyldan sameinast fólki um allan heim í sorg sinni,“ segir einnig í tilkynningunni. 

Filippus er látinn, 99 ára gamall.
Filippus er látinn, 99 ára gamall. AFP
Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins árið 2003.
Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins árið 2003. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert