Filippus prins er látinn

Filippus prins er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebooksíðu konungsfjölskyldunnar.

„Með mikilli sorg í hjarta hefur Englandsdrottning tilkynnt andlát eiginmanns síns, Filippusar prins, hertogans af Edinborg,“ segir í tilkynningunni.

Filippus lést í morgun í Windsor-kastala, 99 ára gamall. Hann var útskrifaður af King Edward VII-sjúkrahúsinu í London um miðjan síðasta mánuð eftir að hafa legið þar inni í 28 daga eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð

Filippus hefði orðið 100 ára 10. júní næstkomandi. 

Frekari tilkynningar frá konungsfjölskyldunni munu berast síðar. „Konungsfjölskyldan sameinast fólki um allan heim í sorg sinni,“ segir einnig í tilkynningunni. 

Filippus er látinn, 99 ára gamall.
Filippus er látinn, 99 ára gamall. AFP
Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins árið 2003.
Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins árið 2003. AFP
mbl.is