Fyrsta eldgosið í rúm 40 ár

Mikið öskuský hefur myndast.
Mikið öskuský hefur myndast. AFP

Eldgos hófst í fyrsta sinn í 40 ár á eyjunni Saint Vincent í Karíbahafi í dag. Þúsundir íbúa í nágrenninu þurftu að yfirgefa heimili sín.

Eldfjallið hófst í fjallinu La Soufriere og við það feyktist aska sex þúsund metra upp í loftið, að sögn viðbragðsaðila.

„Yfirgefið rauða svæðið nú þegar. La Soufriere er byrjað að gjósa,“ sagði í tilkynningu, þar sem kom fram að öskufall hafi meðal annars orðið á Argyle-alþjóðaflugvellinum.

Íbúum á nærliggjandi svæðum var gert að flytja sig um …
Íbúum á nærliggjandi svæðum var gert að flytja sig um set. AFP

Flugvöllurinn er á suðurhluta eyjunnar, sem er um 30 kílómetra löng, en eldfjallið er í norðurhlutanum.

Íbúum á rauða hættusvæðinu var gert að yfirgefa heimili sín. Þar búa um 16 þúsund manns.

Síðast gaus í La Soufriere árið 1979. Stærsta eldgosið varð fyrir rúmri öld þegar yfir eitt þúsund manns fórust árið 1902.

Eldgosið er það fyrsta síðan 1979.
Eldgosið er það fyrsta síðan 1979. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert