Mótmæla með kvenmannsundirfötum

Ítölunum finnast litlar framfarir hafa orðið á heilu ári af …
Ítölunum finnast litlar framfarir hafa orðið á heilu ári af faraldri. AFP

Fjöldi verslunareigenda í Napólí á Ítalíu mótmælti því að þurfa að halda verslunum sínum lokuðum undir takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag, en það gerðu þeir með því að veifa kvenmannsundirfötum.

Napólí er eitt fárra hárauðra svæða á Ítalíu um þessar mundir og voru hörðustu takmarkanir, sem kveða meðal annars á um lokun verslana sem ekki teljast nauðsynlegar, framlengdar um viku í gær.

Verslunareigendur í borginni eru ekki par sáttir og sýndu óánægju sína með því að halda á götur út og mynda mannlega keðju og veifa kvenmannsundirfötum, sem hafa orðið eins konar tákn mótmæla verslunareigenda í borginni vegna þess að verslanir með slík undirföt teljast nauðsynlegar og fá því að vera opnar þrátt fyrir þær takmarkanir sem annar verslunarrekstur þarf að sæta. Hafa nokkrir verslunareigendur tekið upp á því að hefja sölu á slíkum varningi til þess að eiga í sig og á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert