Ekki fleiri flóttamenn frá Mexíkó í 15 ár

Frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. AFP

Rúmlega 170.000 manns reyndu að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó í marsmánuði. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna hefur ekki skráð jafnmarga flóttamenn í fimmtán ár.  Af flóttamönnunum 170.000 eru 18.000 börn og ungmenni. New York Times greinir frá.

Fjöldinn er meðal annars rakinn til lagabreytinga í Mexíkó, en stjórnvöld þar í landi hafa hert skilyrði sín fyrir því að samþykkja flóttafólk frá Mið-Ameríkulöndum sem hefur verið vísað úr landi í Bandaríkjunum. Vegna þess geta Bandaríkin ekki lengur snúið flestum fjölskyldum með börn undir sjö ára aldri við við komuna til Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert