Skotinn til bana í París

Mikill viðbúnaður var vegna árásarinnar.
Mikill viðbúnaður var vegna árásarinnar. AFP

Einn lést og annar slasaðist alvarlega í skotárás fyrir utan sjúkrahús í Parísaborg í dag. Árásarmaðurinn flúði vettvang á mótorhjóli. 

Sjúkrahúsið þar sem árásin varð er í eigu Rauða krossins og er staðsett í 16. umdæmi borgarinnar. Sjúkrahúsið hefur undanfarið verið notað sem bólusetningarmiðstöð vegna kórónuveirunnar. 

AFP
mbl.is