Stærstu kanínu heims stolið

Annette Edwards með Darius, stærstu og elstu kanínu heims.
Annette Edwards með Darius, stærstu og elstu kanínu heims. Ljósmynd/Shutterstock

Lögreglan í Bretlandi leitar nú þjófa sem stálu stærstu kanínu í heimi. Kanínunni, sem heitir Darius, var stolið úr garði eiganda síns.

Lögreglan í West Mercia segist nú leita til fólks eftir upplýsingum eftir að hvíta og brúna kanínan hvarf úr garði sínum á laugardagsnóttu í bænum Soulton á Mið-Englandi.

Darius er risakanína af ræktunarafbrigði alikanína sem kallast á ensku Continental Giant rabbit, og er samkvæmt heimsmetabók Guinness elsta kanína heims árið 2010 og 129 sentimetrar að lengd.

Eigandi Dariusar, Annette Edwards, tísti nýlega að dagurinn sem Darius hvarf hafi verið einkar sorglegur og býður hún upp á 1.000 punda fundarlaun fyrir Darius, sé honum skilað til sín á lífi. 

„Darius er of gamall til að ala undan núna. Svo vinsamlegast skilið honum,“ sagði hún. 

mbl.is