Bernard Madoff látinn

Bernard Madoff er látinn 82 ára að aldri.
Bernard Madoff er látinn 82 ára að aldri. AFP

Bernard L. Madoff, sem eitt sinn starfaði sem stjórnandi á Wall Street og árið 2008 varð andlit fjármálamisgjörða og svika fyrir að vera maðurinn á bak við eina stærstu fjármálasvikamyllu sögunnar, lést í dag á ríkisspítalanum í Bunter í Norður-Karólínu, 82 ára að aldri.

Ner York Times greinir frá. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum staðfesta andlát hans. 

Madoff, sem sat af sér 150 ára fangelsisdóm, hafði óskað eftir að vera látinn laus fyrir tímann í febrúar 2020, með þeim rökstuðningi að hann ætti innan við 18 mánuði ólifað er kemur fram í málsgögnum. Madoff hafði þá greinst með nýrnakrabbamein á lokastigi og langður heilbrigðisstofnun.

Í símaviðtali við The Washington Post í fyrra sagðist Madoff sjá eftir gjörðum sínum sem hefðu verið hræðileg mistök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert