Einn látinn og tólf saknað

Strandgæslan hefur náð að bjarga sex manns en tólf er …
Strandgæslan hefur náð að bjarga sex manns en tólf er enn saknað. Þá hefur einn fundist látinn á yfirborði sjávar. AFP

Einn fannst látinn á yfirborði sjávar eftir að stóru flutningaskipi hvolfdi úti fyrir ströndum Louisiana-ríkis í Bandaríkjunum í gær. Ekki hafa verið borin kennsl á hinn látna.

Alls voru nítján um borð í skipinu, tólf er enn saknað en bandaríska strandgæslan hefur bjargað sex manns. Þyrla, björgunarskip og flugvél voru send til þess að leita á svæðinu og hafa veðurskilyrði batnað umtalsvert síðan neyðarkall barst síðdegis í gær, klukkan 16.30 að staðartíma.

Enn er ekki vitað hvað varð til þess að skipinu hvolfdi en strandgæslan heldur leitinni áfram að því er fram kemur á vef NBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert