Leita áhafnar eftir að skipi hvolfdi

Frá björgunaraðgerðum á vettvangi.
Frá björgunaraðgerðum á vettvangi. AFP

Björgunarsveitir leita 13 manna úr áhöfn stórs flutningaskips eftir að því hvolfdi úti fyrir ströndum Louisiana-ríkis í Bandaríkjunum.

Alls voru 19 um borð og seint í nótt að staðartíma hafði Bandaríska strandgæslan bjargað sex af þeim.

Skipinu hvolfdi um 12 kílómetra frá Port Fourchon, skammt suðaustur af borginni New Orleans, síðdegis í gær.

Neyðarkall barst frá áhöfninni um klukkan 16:30 að staðartíma í gær en varað hafði verið við slæmu veðri úti fyrir ströndum Louisiana.

Björgunarsveitir björguðu tveimur úr sjónum á meðan áhafnir skipa í grenndinni björguðu fjórum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert