Ræða stöðu mála í Afganistan

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með utanríkisráðherra Úkraínu í …
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með utanríkisráðherra Úkraínu í Brussel í gær. AFP

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands ætla að funda í dag um stöðu mála í Afganistan eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau ætli að draga allt herlið sitt til baka frá landinu fyrir 11. september.

„Meginviðfangsefni fundarins er Afganistan. Önnur mál sem einnig verða rædd eru þróun mála á landamærum Úkraínu og Rússlands og kjarnorkusamningurinn við Íran,“ sagði í yfirlýsingu þýska utanríkisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert