200 þúsund ný smit á Indlandi

Fólk á leið í skimun á Indlandi.
Fólk á leið í skimun á Indlandi. AFP

Alls greindust 200 þúsund ný tilfelli kórónuveirunnar á Indlandi síðasta sólarhring, sem er það mesta til þessa.

Fjöldi smita hefur meira en tvöfaldast í landinu síðan snemma í þessum mánuði og eru tilfellin samtals orðin 14,1 milljón talsins.

1.038 manns létust af völdum veirunnar síðasta sólahringinn og þar með hafa 175 þúsund manns látist af hennar völdum í landinu, samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda.

mbl.is