Mæla gegn AstraZeneca vegna alvarlegra aukaverkana

Bent Høie heilbrigðisráðherra sagði mat ríkisstjórnar Noregs vera að ekki …
Bent Høie heilbrigðisráðherra sagði mat ríkisstjórnar Noregs vera að ekki ætti að hætta notku bóluefni AstraZeneca. Ljósmynd/Leif Martin Kirknes/Frifagbevegelse

Embætti landlæknis í Noregi (FHI) leggur til að notkun bóluefnis frá AstraZeneca gegn kórónuveirunni verði hætt og er ástæðan sögð „mjög alvarlegar“ aukaverkanir sem bóluefnið veldur. Norsk stjórnvöld telja hins vegar ekki nægilegan grundvöll til þess að taka bóluefni AstraZeneca út úr bólusetningaáætlun landsins.

Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs, tilkynnti þetta á blaðamannafundi norskra stjórnvalda í dag. Hann sagði endanlega ákvörðun um notkun bóluefnisins ekki liggja fyrir en að sérfræðingar myndu leggja mat á stöðuna og í framhaldi af því yrði tekin ákvörðun.

„Eins og FHI hef ég áhyggjur af alvarlegum aukaverkunum sem tengjast bóluefninu. Ég hef líka áhyggjur af frestun bólusetningar og hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir enduropnun norska samfélagsins. Ríkisstjórnin telur því að við höfum ekki nægjanlega góðan grundvöll núna til að taka endanlega ákvörðun um að draga bóluefnið úr norsku bólusetningaráætluninni,“ sagði Høie.

Þá telur landlæknisembættið í Noregi einnig ástæðu til að setja notkun á bóluefni Jansen í bið þar til fyrir liggja frekari upplýsingar úr rannsóknum bandarískra yfirvalda. Vísbendingar eru um að bóluefnið kunni að tengjast sjaldgæfri tegund af blóðtappa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert