Refsiaðgerðir gegn Rússum vegna netárása

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Bandarísk stjórnvöld eru sögð ætla að beita víðtækum refsiaðgerðum gegn Rússum. Um verður að ræða hefndaraðgerðir vegna netárása sem hafa beinst að Bandaríkjunum, þar á meðal meint afskipti af forsetakosningunum á síðasta ári.

Refsiaðgerðunum, sem verða hugsanlega settar á í dag, er beint að yfir 30 rússneskum aðilum. Þar á meðal stendur til að vísa að minnsta kosti 10 manns frá Bandaríkjunum, að því er BBC greindi frá. Á meðal þeirra verða erindrekar.

Í samtali sem Joe Biden Bandaríkjaforseti átti við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, á þriðjudag sagði hann að Bandaríkin muni bregðast við af krafti til að vernda þjóðarhagsmuni.

Vladimir Pútín.
Vladimir Pútín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert