Birtu myndskeið af lögreglu skjóta 13 ára dreng

Þetta skjáskot sýnir Adam Toledo liggja á jörðinni eftir að …
Þetta skjáskot sýnir Adam Toledo liggja á jörðinni eftir að hafa verið skotinn af lögreglunni. AFP

Yfirvöld í Chicago í Bandaríkjunum hafa birt myndskeið úr líkamsmyndavél lögreglumanns sem sýnir þegar hann skýtur til bana 13 ára dreng af rómönskum uppruna.

Í myndskeiðinu sést táningurinn Adam Toledo á flótta undan lögreglunni 29. mars. Þegar hann stoppar og lyftir upp höndum er hann skotinn einu skoti í brjóstkassann.

Saksóknarar og lögreglan segja að hann hafi verið vopnaður en í myndskeiðinu sést að hann heldur ekki á byssu er hann var skotinn. Í myndskeiðinu sést aftur á móti þegar hann lætur eitthvað falla til jarðar á bak við girðingu áður en hann réttir upp hendurnar, sem gæti verið  byssan sem hann er sagður hafa haldið á.  

Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu:


Mikil ólga hefur verið í Bandaríkjunum að undanförnu vegna kynþáttahaturs og starfa lögreglunnar. Réttarhöld standa yfir í Minneapolis vegna hvíts fyrrverandi lögreglumanns sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd.

Skjáskot af Adam Toledo eftir að hann var skotinn til …
Skjáskot af Adam Toledo eftir að hann var skotinn til bana af lögreglunni. AFP

Á blaðamannafundi áður en myndskeiðið var birt sagðist Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, vonast eftir friðsamlegum viðbrögðum frá íbúum borgarinnar og lýsti myndskeiðinu sem „átakanlegu á að horfa“.

Litlir hópar söfnuðust saman í miðborg Chicago til friðsamlegra mótmæla vegna atviksins.

Aðgerðasinninn Ja'Mal Green með hendurnar á lofti meðan á mótmælum …
Aðgerðasinninn Ja'Mal Green með hendurnar á lofti meðan á mótmælum stóð fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Chicago. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert