Niðurstöðu vegna Janssen að vænta á þriðjudag

Verið er að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við sjaldgæfa tegund …
Verið er að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við sjaldgæfa tegund blóðtappa. AFP

Lyfjastofnun Evrópu áætlar að skýrsla sín um öryggi bóluefnis Janssen verði birt á þriðjudag. Verið er að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við sjaldgæfa tegund blóðtappa, en ljóst er að mikið er undir enda hefur fjöldi þjóða gert samninga um kaup á bóluefninu.

Þeirra á meðal er Ísland, sem hafði gert samninga um kaup á 235.000 skömmt­um af efn­inu. Ólíkt öðrum efn­um þarf ein­ung­is eina sprautu, ekki tvær, til að telj­ast fullbólu­sett­ur. Nú þegar eru 2.400 skammtar af bóluefninu í geymslu á Íslandi á meðan úrskurðar lyfjastofnunarinnar er beðið.

Hvort niðurstaða Lyfjastofnunar Evrópu í málinu verður svo tekin til greina af öllum þjóðum álfunnar á svo eftir að koma í ljós, en til að mynda hafa Danir hætt notkun á bóluefni AstraZeneca eftir að grunur vaknaði um tengsl bóluefnisins við blóðtappa, þrátt fyrir hvatningu Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­arinnar og Lyfja­stofn­unar Evr­ópu um áframhaldandi notkun bóluefnisins.

mbl.is