Útfararþjónustur mótmæla ófremdarástandi

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. AFP

Útfararþjónustur efndu til mótmæla í Róm, höfuðborg Ítalíu, í dag vegna ófremdarástands en þar hafa tæplega tvö þúsund líkkistur safnast upp þar sem þess er beðið að þær verði brenndar.

Kórónuveirufaraldurinn hefur gert þunglamalegt kerfi í tengslum við jarðarfarir á Ítalíu enn sveifaseinna, samkvæmt frétt AFP.

„Við biðlum til borgarstjórans að láta af núverandi verklagsreglum sem þarf til að hægt sé að framkvæma líkbrennslu,“ sagði Giovanni Caccioli, hjá Útfaraþjónustu Ítalíu, við AFP-fréttastofunni á mótmælunum.

Samkvæmt Caccioli fara á bilinu 15-18 þúsund líkbrennslur fram í Róm árlega en fyrir hverja þeirra þarf að fara í gegnum „ótrúlegt magn skrifræðis“.

„Ég hef beðið eftir líkbrennslu eiginmanns míns í þrjá mánuði,“ sagði Lorella Pesaresi en eiginmaður hennar lést af völdum kórónuveirunnar í janúar.

Caccioli sagði að ferlið fyrir eina líkbrennslu tæki allt að 40 daga í Róm en tvo daga í öðrum borgum landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert