800 drepnir af lögreglu

Skorin hefur verið upp herör gegn glæpagengjum í fátækrahverfum Brasilíu, …
Skorin hefur verið upp herör gegn glæpagengjum í fátækrahverfum Brasilíu, en hún bitnar ekki síður á þeim sem síst skyldi. AFP

Nærri 800 manns hafa verið drepnir af lögreglu í brasilíska fylkinu Rio de Janeiro á síðustu níu mánuðum. Áhlaup lögreglu á fátækrahverfin, favela, eru þar daglegt brauð þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar landsins um að þeim skyldi hætt meðan á kórónuveirufaraldrinum stæði.

Nýjar tölur sýna að frá því í júní á síðasta ári hefur lögregla drepið 797 manns í fylkinu, þar af um 85% í stærstu borginni, Rio de Janeiro.

Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði í júní að lögregluáhlaupum í fátækrahverfi borgarinnar skyldi hætt, í kjölfar mótmælaöldu sem spratt upp eftir að lögregla skaut 14 ára dreng til bana. Næstu þrjá mánuði þar á eftir fækkaði slíkum áhlaupum um 64%, en hefur síðan fjölgað til muna á ný.

Þessa miklu aukningu í lögregluofbeldi má rekja til kosningar Wilsons Witzels sem fylkisstjóra í Rio, en í kosningabaráttunni lofaði hann ofbeldi og hét því að „slátra“ glæpamönnum. Witzel neyddist til að segja af sér í fyrrahaust vegna spillngarmála. Eftirmaður hans hefur þó haldið uppi álíkra harðri stefnu í málefnum glæpagengja, sem bitnar oftar en ekki á almennum borgurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert