Auga fyrir auga hjá Rússum

20 starfsmönnum tékkneska sendiráðsins í Moskvu hefur verið vísað úr …
20 starfsmönnum tékkneska sendiráðsins í Moskvu hefur verið vísað úr landi. AFP

Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í kvöld að 20 starfsmönnum tékkneska sendiráðsins í Moskvu yrði vísað úr landi. Í gær greindu tékknesk yfirvöld frá því að 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag hefði verið vísað úr landi þar sem þeir væru grunaðir um að starfa fyrir rússnesku leyniþjónustuna. 

Tékk­nesk yf­ir­völd hafa sakað rúss­nesku leyniþjón­ust­una um að hafa átt þátt í spreng­ingu í skot­færa­geymslu í Tékklandi árið 2014. Á meðal hinna grunuðu í mál­inu eru tveir menn sem talið er að hafi eitrað fyr­ir Skripal-feðgin­un­um í Bretlandi 2018. 

Tilkynningin um brottrekstur tékknesku starfsmannanna var send út eftir að sendiherrann, Viteslav Pivonka, átti fund í utanríkisráðuneyti Rússlands. Starfsmennirnir verða að vera farnir frá Rússlandi á morgun, mánudag. 

mbl.is