Flugvél nauðlenti í fjöruborðinu

Eins hreyfils flugvél, sem tók þátt í flugsýningu á Cocoa Beach í Flórída í Bandaríkjunum, varð að nauðlenda í fjöruborðinu. Viðstaddir virtust ekki allir átta sig á að lendingin væri ekki hluti af sýningunni, en á myndbandi sem BBC birtir má heyra viðstadda blístra og fagna vélinni þar sem hún er í þann mund að lenda.

Engan sakaði í nauðlendingunni, en nokkur hópur strandgesta var í sjónum skammt frá þegar vélin lenti.

Cocoa Beach er vinsæll ferðamannabær við ströndina í Flórída.
Cocoa Beach er vinsæll ferðamannabær við ströndina í Flórída. Skjáskot/Brett Nyquist
mbl.is