Átta úr sömu fjölskyldu létust í skotárás

Nangarhar. Mynd úr safni.
Nangarhar. Mynd úr safni. AFP

Átta einstaklingar úr sömu fjölskyldunni létust í skotárás á mosku í austurhluta Afganistan á laugardagskvöld. 

Árásin varð í borginni Jalalabad í Nangarhar-héraði. Talið er deilur um landareign hafi búið að baki árásinni. 

Fimm bræður og þrír frændur þeirra létust.

„Atvikið er til rannsóknar en fyrstu upplýsingar benda til þess að deilur um landareign hafi valdið atvikinu,“ segir Zaiulhaq Amarkhil héraðsstjóri. 

Hefndarmorð eru algeng í Afganistan og geta svokallaðar blóðdeilur varað í fleiri áratugi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert