Draga úr losun um 78% fyrir 2035

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Bretar ætla að draga úr losun kolefna í andrúmsloftið um 78% fyrir árið 2035. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna þetta síðar í þessari viku.

Þetta markmið, sem bundið verður í lög, á að nást fimmtán árum fyrr en áður var fyrirhugað.

Í fyrsta sinn verður einnig með í útreikningnum útblástur frá flugvélum á alþjóðavísu og skipum en umhverfisverndarsinnar hafa barist fyrir því í langan tíma.

Í nóvember á þessu ári verða Bretar gestgjafar þegar ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál verður haldin í borginni Glasgow.

Johnson, sem vill að Bretar verði leiðandi í loftslagsmálum, mun á fimmtudag ávarpa loftslagsráðstefnu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti stendur fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert