Fjórir látnir eftir sprengjuárás á lúxushóteli

Fjórir eru látnir eftir sprengjuárásina.
Fjórir eru látnir eftir sprengjuárásina. AFP

Fjórir hafa látið lífið eftir sprengjuárás sem gerð var á lúxushóteli í pakistönsku borginni Quetta. Ellefu eru særðir, að því er BBC greinir frá

Grunur er uppi um að árásarmennirnir hafi ætlað sér að ráða kínverska sendiherrann í Pakistan af dögum á bílastæði Serena-hótelsins. Sendiherrann var hins vegar ekki á svæðinu þegar árásin varð þótt hann dvelji nú í borginni.

Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni án frekari upplýsinga. Nýverið hafa árásir af hendi talíbana og annarra hópa verið algengar á svæðinu nálægt landamærum Afganistans.

mbl.is