Hungurverkfalli Navalnís lokið

Navalní hafði neitað að nærast í 24 daga eða frá …
Navalní hafði neitað að nærast í 24 daga eða frá 31. mars til þess að mótmæla slæmri heilbrigðisþjónustu sem hann hefur fengið í fangelsinu. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er hættur hungurverkfalli sínu eftir að læknar biðluðu til hans að neyta matar til að viðhalda lífi og heilsu.

Navalní hafði neitað að nærast í 24 daga eða frá 31. mars til þess að mótmæla slæmri heilbrigðisþjónustu sem hann hefur fengið í fangelsinu. Um helgina vöruðu læknar við því að blóðprufur gæfu til kynna að Navalní gæti fengið hjartaáfall eða nýrnabilun á hverri stundu.

Navalní, sem er helsti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, var handtekinn við komuna til Rússlands í janúar eftir að hann hafði hlotið meðferð í Þýskalandi í kjölfar þess að honum var byrlað taugaeitur í Síberíu.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert