Yfir 100 slösuðust í átökum í Jerúsalem

AFP

Yfir 100 Palestínumenn slösuðust í átökum við öfgasinnaða gyðinga og ísraelsku lögregluna í austurhluta Jerúsalem í gærkvöldi og í nótt. 

Samkvæmt fréttum BBC og AFP-fréttastofunnar komu hundruð öfgasinnaðra gyðinga saman og ögruðu Palestínumönnum sem tóku þátt í mótmælum í borginni. Söngluðu gyðingarnir „drepið araba“ og fór allt í bál og brand í kjölfarið.

AFP

Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum hafa starfsmenn hans sinnt 105 einstaklingum sem meiddust í átökunum, þar af þurfti að leggja 20 manns inn á sjúkrahús. Samkvæmt upplýsingum frá ísraelsku lögreglunni meiddust 20 lögreglumenn og þurftu þrír þeirra að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Lögreglan var að reyna að skilja á milli hópanna tveggja og beitti meðal annars táragasi á mótmælendur sem svöruðu með grjótkasti. 

AFP
mbl.is