Viðurkenndi þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkin viðurkenni dráp Ottómana  á Armenum árin 1915 til 1917 sem þjóðarmorð.

Viðurkenningin skiptir miklu máli fyrir afkomendur hundraða þúsunda manna sem voru drepnir og er mikill sigur fyrir Armena. Tyrkir hafa aftur á móti barist gegn slíkri yfirlýsingu í áratugi.

„Við minnumst allra þeirra sem létust í þjóðarmorði Ottómana á Armenum og skuldbindum okkur um leið til að koma í veg fyrir að slík grimmdarverk eigi sér aftur stað,“ sagði Biden. 

Talið er að allt að 1,5 milljónir Armena hafi verið drepnir af Ottómönum (Tyrkjum) frá 1915 til 1917. 

Reyna að endurskrifa söguna

Tyrkir saka Bandaríkjamenn um að reyna að endurskrifa söguna og hafna þeir alfarið viðurkenningu Bandaríkjamanna á því að þeir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. „Orð geta ekki breytt eða endurskrifað söguna,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, á Twitter.

„Við látum engan annan taka okkur í kennslustund um okkar eigin sögu,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert