Michael Collins látinn

Michael Collins er látinn níræður að aldri.
Michael Collins er látinn níræður að aldri. AFP

Bandaríski geimfarinn Michael Collins, sem var á meðal þeirra sem fóru fyrstu tunglferðina, er látinn, 91 árs aldri. Greinir BBC frá þessu.

Collins fæddist 31. október 1930 og var í áhöfn Apollo 11 ásamt Buzz Aldrin og Neil Armstrong, sem lenti á tunglinu árið 1969 en Collins steig þó aldrei fæti á tungið.

Collins lést úr krabbamein og eyddi síðustu ævidögunum í faðmi fjölskyldunnar sem greindi frá andláti hans í dag. Var hann framarlega á sviði geimkönnunar en hann dvaldi einn um borð í Columbia á braut um tunglið á meðan Neil Armstrong og Buzz Aldrin urðu fyrstir til að stíga á yfirborð tunglsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert