Bill og Melinda Gates að skilja

Bill og Melinda Gates árið 2018.
Bill og Melinda Gates árið 2018. AFP

Bill og Melinda Gates hafa ákveðið að skilja eftir 27 ára hjónaband.

Í sameiginlegri tilkynningu segja þau: „Við trúum því ekki lengur að við getum vaxið saman sem par.

Eftir langa umhugsun og mikla vinnu í sambandinu höfum við ákveðið að binda enda á hjónaband okkar,“ skrifuðu þau á Twitter.

Þau hittust seint á níunda áratugnum þegar Melinda gekk til liðs við fyrirtæki Bills, Microsoft. Þau eiga þrjú börn.

Þau reka saman stofnunina Bill & Gates Foundation. Auðæfi þeirra eru metin á um 130 milljarða dollara.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Melinda Gates, árið 2014.
Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Melinda Gates, árið 2014. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina