Danir ætla ekki að nota bóluefni Janssen

Bóluefni Janssen.
Bóluefni Janssen. AFP

Landlæknisembætti Danmerkur hefur nú ákveðið að nota ekki Janssen-bóluefnið gegn Covid-19 frá Johnson & Johnson. Bóluefnið er komið í notkun hérlendis og fá 6.000 manns bólusetningu með því á miðvikudag í Laugardalshöll. 

Ástæðan fyrir því að Danir ætla ekki að nota efnið er sú að sjaldgæf tilfelli blóðtappa hafa fundist hjá fólki sem hefur verið bólusett með því í Bandaríkjunum. 

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur vísað til þessa sem hugsanlegs „leikbreytis“ (e. game changer).

TV2 greinir frá. 

Einungis þarf að gefa einn skammt af bóluefni Janssen til þess að veita fulla bólusetningu. Í tilfellum bóluefna Pfizer, Moderna og AstraZeneca þarf tvo skammta. 

Danmörk hafði pantað 8,2 milljónir skammta frá Janssen. 

mbl.is