Segja viðræður ekki tengjast Zaghari-Ratcliffe

Nazanin Zaghari-Ratcliffe árið 2016 ásamt eiginmanni sínum og dóttur.
Nazanin Zaghari-Ratcliffe árið 2016 ásamt eiginmanni sínum og dóttur. AFP

Bretland og Íran eiga í viðræðum vegna 400 milljóna punda sem Bretar skulda Írönum, eða um 70 milljarða króna. James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, segir viðræðurnar ekki tengjast Nazanin Zaghari-Ratcliffe, bresk-írönskum ríkisborgara, sem er í fangelsi í Íran.

Bretar skulda Írönum þessa upphæð fyrir að láta þá síðarnefndu ekki fá skriðdreka sem þeir keyptu af Bretum á áttunda áratugnum, að sögn BBC

Zaghari-Ratcliffe telur að írönsk stjórnvöld séu að nota hana vegna deilunnar um skuldina og að hún verði ekki leyst úr haldi fyrr en Bretar borgi.

Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin Zaghari-Ratcliffe, efndi til undirskriftasöfnunar til að …
Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin Zaghari-Ratcliffe, efndi til undirskriftasöfnunar til að krefjast lausnar hennar. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði einnig að málin tvö tengdust ekki. Hann sagði ráðherra gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja velferð Zaghari-Ratcliffe.

Mál hennar vakti athygli á nýjan leik fyrir skömmu eftir að fangelsisdómur yfir henni var framlengdur um eitt ár, nokkrum vikum eftir að hún lauk afplánun fimm ára dóms.

Hún var fyrst handtekin í Tehran, höfuðborg Írans, árið 2016, grunuð um njósnir. Þeim ásökunum hefur hún ávallt neitað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert