Tvö í haldi grunuð um manndráp

Danska lögreglan.
Danska lögreglan. Af vef lögreglunnar á Austur-Jótlandi

Tvö eru í haldi lögreglu í tengslum við dráp á 45 ára gömlum manni í Álaborg. Að sögn lögreglunnar á Norður-Jótlandi hafði mannsins verið saknað frá því á föstudag en hann fannst látinn í íbúð í borginni.

Að sögn Carsten Straszek, lögreglustjóra á Norður-Sjálandi, er unnið að rannsókn málsins en fólkið, 35 ára karl og 21 árs gömul kona, eru bæði grunuð um manndráp. Síðar í dag verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. 

Frétt danska ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert