Danir aflétta og taka upp kórónuvegabréf

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Víðtækar afléttingar sóttvarnaaðgerða taka gildi í Danmörku næstkomandi fimmtudag, 6. maí. Þá verður heimilt að opna grunnskóla að fullu og hefst ýmis innanhússstarfsemi á ný, að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Fréttastofa Reuters greinir frá.

Með innanhússstarfsemi er átt við starfsemi leikhúsa, tónleikastaða, kvikmyndahúsa, íþróttamannvirkja og líkamsræktarstöðva. Fjöldatakmörk verða á öllum þessum stöðum og verður aðgangur að þeim einungis fyrir fólk sem getur sýnt svokallað „kórónuvegabréf“.

Vegabréfið sýnir fram á að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn Covid-19, eigi fyrri sögu um sýkingu eða hafi farið í neikvætt veirupróf á síðustu 72 klukkustundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert