Féll úr skýjakljúfi og lést

Teheran í Íran.
Teheran í Íran. AFP

Kona, sem var háttsettur embættismaður í svissneska sendiráðinu í Teheran-borg í Íran, féll til jarðar úr skýjaklúfi þar sem hún bjó, með þeim afleiðingum að hún lést. Svissneska sendiráðið í Íran staðfesti í dag að starfsmaður þess hefðu látist af slysförum.

 BBC greinir frá.

Ekki er ljóst hvers vegna embættismaðurinn féll til jarðar en ekkert hefur verið gefið út um grun lögreglu þar að lútandi, en rannsókn málsins stendur nú yfir. Lögregluyfirvöld í Teheran bera fyrir sig persónuverndarlöggjöf landsins og vilja um fátt tjá sig eins og er.

Svissneska sendiráðið segir í tilkynningu að starfsmenn þess séu nú í nánu sambandi við fjölskyldu hinnar látnu sem og lögregluyfirvöld. Þá hefur íranska utanríkisráðuneytið komið á framfæri samúðarkveðjum við fjölskyldu hinnar látnu.

Svissnesk yfirvöld hafa haft umboð frá Bandaríkjamönnum til að eiga í viðræðum við írönsk yfirvöld eftir að samband milli Bandaríkjanna og Íran súrnaði í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979. Þá tók klerkastjórn völdin í landinu, úr höndum Reza Pahlavi prins sem vinveittur var Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert