Framlengja ekki ferðabannið

Þeir sem brjóta bannið með því að taka tengiflug eiga …
Þeir sem brjóta bannið með því að taka tengiflug eiga von á háum fjársektum og fangelsisvist. AFP

Áströlsk yfirvöld hafa ákveðið að framlengja ekki bann við komu Ástrala sem hafa verið á Indlandi. Bannið vakti hörð viðbrögð meðal landsmanna en fyrr í vikunni bannaði forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, öll ferðalög frá Indlandi til Ástralíu sama hver átti í hlut. Uppskar hann mikla reiði meðal almennings vegna þessa og var hann meðal annars spurður hvort hann teldi betra að Ástralar þyrftu að vera áfram á Indlandi þar sem litlar sem engar líkur væru á að þeir fengju viðeigandi heilbrigðisþjónustu.

Bannið þýddi að um 9 þúsund ástralskir ríkisborgarar voru strandaglópar á Indlandi og þeirra beið há sekt og fangelsi ef þeir reyndu að komast fram hjá banninu meðal annars með því að millilenda annars staðar á leiðinni frá Indlandi og taka tengiflug þaðan til Ástralíu. 

Morrison segir að bannið muni gilda til 15. maí líkt og til stóð en eftir það gæti heimflug hafist að nýju. Hann segir að bannið hafi aðeins átt að gilda stuttan tíma. 

Stefnt er að þremur flugferðum með þá Ástrala sem eru í verstri stöðu á Indlandi og á að fljúga með þá í sóttkví í Outback. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert