Ísland eitt af tólf löndum á grænum lista Breta

Ísland er eitt þeirra landa sem Bretar mega ferðast til …
Ísland er eitt þeirra landa sem Bretar mega ferðast til án þess að fara í sóttkví. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ísland er eitt af þeim tólf löndum sem Bretar munu geta ferðast til án þess að fara í sóttkví við heimkonuna frá 17. maí. Á meðal annarra ríkja eru Ísrael og Nýja-Sjáland. 

Samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrir skömmu. Listinn verður endurskoðaður að þremur viknum liðnum. Þá vakt Shapps athygli á því að takmarkanir gætu verið á komur ferðamanna frá Bretlandi í einhverjum tilvikum, jafnvel þó að sóttkvíar verði ekki krafist við komuna til Bretlands frá umræddum löndum. 

Auk Íslands eru áfangastaðirnir Portúgal, Ísrael, Singapore, Ástralía, Nýja-Sjáland, Brúnei, Gíbraltar,  Færeyjar, Suður Georgía og Suður Sandwich-eyjar, Sankti Helena, Tristan de Cunha og Ascension-eyjar og Falklandseyjar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert