Kona og barn skotin á Times Square

Lögreglan að störfum á Times Square. Mynd úr safni.
Lögreglan að störfum á Times Square. Mynd úr safni. AFP

Hluta Times Square í New York-borg hefur verið lokað eftir að kona og þriggja ára barn voru skotin á torginu um hábjartan dag.

Skotárásin átti sér stað rétt fyrir klukkan 17 síðdegis í dag að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma.

Konan og barnið voru flutt á Bellevue-sjúkrahúsið, að því er fram kemur í umfjöllun fréttastöðvarinnar ABC.

Sá sem grunaður er um ódæðið flúði af vettvangi og stendur rannsókn yfir.

mbl.is