Ráðuneytið komst yfir símaupplýsingar blaðamanna

Vladimír Pútín forseti Rússlands og Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Vladimír Pútín forseti Rússlands og Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í upphafi valdatíðar Donalds Trumps forseta komst yfir símnotkunarupplýsingar blaðamanna við dagblaðið Washington Post og reyndi að ná tölvupóstsgögnum þeirra sömuleiðis, eftir að blaðamennirnir fjölluðu um íhlutun Rússlands í kosningunum árið 2016.

Þetta sýna minnisblöð innan ríkisstjórnarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post, sem vísar einnig til heimildarmanna innan stjórnkerfisins.

Ráðuneytið eigi að skýra ástæður sínar

Í þremur bréfum sem dagsett eru 3. maí síðastliðinn, og stíluð eru á þrjá blaðamenn dagblaðsins, greinir ráðuneytið þeim frá því að það hafi komist yfir upplýsingar tengdar símanúmerum þeirra frá 15. apríl 2017 til 31. júlí sama ár.

Haft er eftir Cameron Barr, yfirritstjóra blaðsins, að þessi beiting ríkisvalds valdi ritstjórninni miklum áhyggjum.

„Dómsmálaráðuneytið ætti undir eins að skýra ástæður sínar fyrir þessari íhlutun í störf blaðamanna sem eru að sinna sinni vinnu, störf sem eru varin samkvæmt fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar,“ segir Barr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert