Sjö látnir eftir skotárás í afmælisveislu

Sjö eru látnir eftir árásina. Mynd úr safni.
Sjö eru látnir eftir árásina. Mynd úr safni.

Sjö eru látnir, þar á meðal árásarmaðurinn, eftir skotárás sem átti sér stað í morgun í afmælisveislu í Coloradoríki í Bandaríkjunum.

Grunur er um að árásarmaðurinn hafi verið unnusti konu sem lét lífið í árásinni. Skaut hann sex til bana og framdi sjálfsvíg eftir ódæðið.

Gestir í afmælisveislunni voru óvopnaðir og eru þeir sem lifðu af nú í faðmi sinna nánustu.

Lögregluyfirvöld hafa hvorki gefið upp nöfn fórnarlambanna né nafn árásarmannsins. Ekki er þá vitað hvað honum gekk til en málið er til rannsóknar.

mbl.is