Netglæpamenn réðust á olíuleiðslu

Olíuleiðsla fyrirtækisins Colonial Pipeline flytur um 3 milljónir lítra af …
Olíuleiðsla fyrirtækisins Colonial Pipeline flytur um 3 milljónir lítra af olíu á hverjum degi til austurstrandar Bandaríkjanna. Leiðslan hefur verið ónothæf síðan á sunnudag. AFP

Hópur netglæpamanna sem braust inn í tölvukerfi eins stærsta olíudreifingarfyrirtækis Bandaríkjanna segist ekki hafa ætlað að valda samfélaginu vandræðum með innbrotinu heldur aðeins að græða pening. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hópnum, sem nefnir sig DarkSide. Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur staðfest að hópurinn beri ábyrgð á árásinni, en BBC greinir frá.

Loka þurfti á olíuleiðslu fyrirtækisins Colonial Pipeline á sunnudag eftir netárásina sem lamaði tölvukerfi fyrirtækisins, en netglæpamennirnir kröfðust lausnargjalds gegn því að koma kerfinu aftur upp.

Olíuleiðslan sem um ræðir flytur um 300 milljónir lítra af olíu á dag frá olíulindum í Texas og til áfangastaða á austurströnd Bandaríkjanna, en um 45% þeirrar olíu sem notuð er á austurströndinni eru flutt með leiðslunni. Hún er enn ónothæf og mikið magn olíu safnast nú upp í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Hefur Bandaríkjastjórn slakað á reglum um flutning olíu á landi og hvíldartíma vörubílstjóra til að reyna að lágmarka áhrifin.

mbl.is