Neyðarlöggjöf vegna netárásar

Alþjþóðaflugvöllurinn Washington Dulles í Virginíu-ríki. Colonial Pipeline útvegar flugvellinum eldsneyti.
Alþjþóðaflugvöllurinn Washington Dulles í Virginíu-ríki. Colonial Pipeline útvegar flugvellinum eldsneyti. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt neyðarlöggjöf eftir að netárás var gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna.

Fyrirtækið Colonial Pipeline flytur 2,5 milljónir tunna af eldsneyti á dag, sem er 45% af þeim birgðum af díselolíu, gasi og flugvélaeldsneyti sem austurströnd landsins þarf á að halda.

Netárásin var gerð síðastliðinn föstudag þar sem krafist var lausnargjalds, að sögn BBC.

Vegna neyðarlöggjafarinnar geta ökumenn í 18 ríkjum unnið meira en venjulega eða á sveigjanlegri hátt en áður við flutning eldsneytis.

Sérfræðingar telja að eldsneytisverð muni hækka um 2-3% í dag vegna stöðunnar sem er uppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert