Fórnarlömbin voru saklaus

Ættingjar fórnarlambanna fögnuðu niðurstöðunni.
Ættingjar fórnarlambanna fögnuðu niðurstöðunni. AFP

Breskir hermenn beittu óhóflegu afli á meðan á átökum stóð í Norður-Írlandi árið 1971 þegar tíu almennir borgarar voru skotnir til bana á þriggja daga tímabili. 

Dánardómstjóri úrskurðaði þetta í dag. Enginn glæpur var framinn af hálfu fórnarlambanna.

Ættingjar fórnarlambanna klöppuðu og grétu þegar þeir heyrðu niðurstöðuna.

Ættingjar Joseph Corr Snr, eins fórnarlambanna.
Ættingjar Joseph Corr Snr, eins fórnarlambanna. AFP

Rannsókn á atburðinum hófst árið 2018. Á meðal fórnarlamba voru prestur sem reyndi að hjálpa fólki sem hafði særst og átta barna móðir.

Níu af tíu fórnarlömbunum voru drepin af hernum, að sögn dánardómstjórans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert