Tveir látnir í hlíðum Everest

Fólk á leið upp fjallið við grunnbúðir þess.
Fólk á leið upp fjallið við grunnbúðir þess. AFP

Tveir menn sem hugðust klífa tind Everest-fjalls eru látnir í hlíðum fjallsins. Mennirnir eru þeir fyrstu til að láta lífið á fjallinu á þessu misseri.

Annar þeirra, Abdul Waraich, var 40 ára Svisslendingur. Eftir að hann hafði náð að klífa tindinn hneig hann örmagna niður og lést nálægt fjallstoppnum.

„Við sendum tvo sjerpa með súrefni og matarbirgðir, en því miður gátu sjerparnir ekki bjargað honum,“ segir sjerpinn Mingma í samtali við AFP-fréttastofuna.

Fékk snjóblindu

Bandaríkjamaðurinn Puwei Liu lést einnig, 55 ára að aldri, eftir að hafa náð Hillary-þrepinu svonefnda. Var honum hjálpað að komast aftur niður eftir að hann fékk snjóblindu og kraftar hans þrutu.

Að meðaltali deyja um fimm manns ár hvert við að reyna að ná tindi fjallsins.

Yan­dy Nu­nez Mart­inez, Kúbverji sem búsettur er á Íslandi, mun reyna að ná toppi Ev­erest-fjalls eft­ir 20. maí næst­kom­andi. Hall­dóra Bjarka­dótt­ir, eig­in­kona Yan­dys, ræddi við mbl.is í gær.

mbl.is